Körfubolti

LeBron daðraði við þrennu í öruggum sigri Cleveland | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James hleður í skot í Cleveland í nótt.
LeBron James hleður í skot í Cleveland í nótt. vísir/getty
Cleveland Cavaliers komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Hornets á útivelli, 97-88. Cleveland skoraði fyrstu 21 stig leiksins þar sem gestirnir hittu ekki í körfuna framan af fyrsta leikhluta.

LeBron James daðraði við þrennu í leiknum, en hann skoraði 27 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kevin Love var einnig öflugur í teignum og skoraði 22 stig auk þess sem hann tók 18 fráköst.

LeBron í stuði í nótt:


Cleveland vann leik á Chicago sem tapaði fyrir Atlanta á útivelli í nótt, 93-86. Al Horford var atkvæðamestur heimamanna með 21 stig og hann skoraði körfuna undir lokin sem innsiglaði sigur heimamanna.

Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Chicago og Taj Gibson var með flotta tvennu upp á 15 stig og 17 fráköst.

Toronto er með tveggja leikja forystu á toppi austurdeildarinnar eftir þriðja sigurinn í röð í deildinni í nótt og þann tíunda í röð gegn Orlando. Toronto vann Magic á heimavelli mjög örugglega, 95-82.

Lou Williams kom sterkur inn af bekknum og skoraði mest fyrir toppliðið eða 18 stig og Kyle Lowry skoraði 18 stig. Hjá gestunum var Tobias Harris stigahæstur með 18 stig.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Charlotte Hornets 97-88

Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-91

Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-86

Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 108-95

Philadelphia 76ers - Boston Celtics 87-105

Toronto Raptors - Orlando Magic 95-82

Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 94-96

Los Angeles Clippers - Detroit Pistons 113-91

Flott tilþrif hjá Kyle Lowry:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×