Frá þriggja stiga línunni á hliðarlínuna - Kerr aftur hluti af 72-10 leiktíð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 13:45 Steve Kerr var frábær þriggja skytta og virðist álíka góður þjálfari. vísir/getty Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“ NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira