Kobe búinn að skora meira en Jordan | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 07:15 Kobe Bryant gengur ánægður af velli í nótt. vísir/getty Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira