Körfubolti

Fimmtándi sigur Golden State í röð | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry og félögum gengur allt í haginn þessa dagana.
Curry og félögum gengur allt í haginn þessa dagana. vísir/afp
Sigurganga Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram, en í nótt vann liðið Dallas Mavericks 105-98 á útivelli.

Þetta var 15. sigur Golden State í röð sem er félagsmet.

Stephen Curry fór fyrir Stríðsmönnunum með 29 stig og átta stoðsendingar, en Klay Thompson kom næstur með 25 stig.

Monta Ellis var stigahæstur í liði Dallas með 24 stig.

Orlando Magic batt enda á níu leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með eins stigs sigri, 99-100, í Amway Center í Orlando.

Tobias Harris skoraði sigurkörfu Orlando í þann mund sem leiktíminn rann út. Hann skoraði alls 20 stig fyrir Orlando, en Jeff Teague var atkvæðamestur í liði Atlanta með 24 stig og átta stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets 87-114 Brooklyn Nets

Dallas Mavericks 98-105 Golden State Warriors

Houston Rockets 108-96 Denver Nuggets

Indiana Pacers 85-95 Portland Trail Blazers

Milwaukee Bucks 111-106 LA Clippers

Orlando Magic 100-99 Atlanta Hawks

Sacramento Kings 90-95 Detroit Pistons

Philadelphia 76ers 115-120 Memphis Grizzlies

Sigurkarfa Tobias Harris Golden State setti félagsmet James Harden átti frábæran leik gegn Denver
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×