Körfubolti

Ekkert stöðvar Golden State

Kerr er að gera frábæra hluti með Warriors.
Kerr er að gera frábæra hluti með Warriors. vísir/getty
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í dag en í nótt vann liðið sinn 14. leik í röð.

Að þessu sinni mátti Houston sætta sig við að lenda undir Stríðsmanna-lestinni. Warriors er nú búið að vinna nítján leiki og tapa aðeins tveimur.

Það var pressa á þjálfara liðsins, Steve Kerr, að taka við af Mark Jackson sem vann 51 leik með liðinu í fyrra en Kerr hefur toppað alla aðra nýliða í þjálfun í vetur.

Kerr er fyrsti nýliðaþjálfarinn í NBA-deildinni sem nær þeim árangri að vinna 19 af fyrstu 21 leik sínum í deildinni.

„Það þýðir bara að ég er heppnasti þjálfarinn í sögu deildarinnar því ég fékk upp í hendurnar lið sem var fyrir mjög gott," sagði Kerr hógvær.

Úrslit:

Charlotte-Boston  96-87

Indiana-LA Clippers  96-103

Orlando-Washington  89-91

Atlanta-Philadelphia  95-79

Chicago-Brooklyn  105-80

Minnesota-Portland  90-82

Dallas-New Orleans  112-107

San Antonio-NY Knicks  109-95

Golden State-Houston  105-93

Denver-Miami  102-82

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×