Hógværi huldumaðurinn á Höfðatorgi fundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. desember 2014 17:01 Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig." Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig."
Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26