Ferðamenn við Höfðatorg voru skelfingu lostnir yfir vindinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2014 16:35 „Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari. Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari.
Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41