Innlent

Sunnlendingar innilokaðir vegna ófærðar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eini vegurinn sem tengir Suðurlandið við höfuðborgarsvæðið og er opinn er Suðurstrandavegurinn á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur.
Eini vegurinn sem tengir Suðurlandið við höfuðborgarsvæðið og er opinn er Suðurstrandavegurinn á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur.
Íbúar á Suðurlandi komast ekki lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin eru lokuð. Eini vegurinn sem  er opinn er Suðurstrandavegurinn á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur.

„Ef sjúkrabíll þarf að fara til Reykjavíkur á forgangi þá geri ég ég ráð fyrir að fenginn yrði snjóruðningstæki til að fara á undan bílnum líkt og gert var í gamla daga. Svo er hugsanlegt að það sé þyrlufært á Selfoss“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn þegar hann var spurður hvað myndi gerast ef það þyrfti að fara neyðarflutning til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×