Kobe Bryant er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili með 25,5 stig að meðaltali í leik. Hann hefur skorað 562 stig í 22 leikjum og er þar með kominn með 32262 stig á ferlinum í NBA.
Michael Jordan skoraði á sínum tíma 32292 stig í 1072 leikjum (30,1 að meðaltali í leik) og vantar Kobe því bara 30 stig til að jafna átrúnaðagoðið sitt og um leið 31 stig til að komast upp fyrir MJ og í 3. sætið á listanum.
Kobe Bryant á þó ekki mikla möguleika í að ná stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem heur enn 6125 stiga forskot á hann.
Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti San Antonio Spurs á föstudaginn og tveimur dögum síðar heimsækir liðið Minnesota Timberwolves. Það er mjög líklegt að Kobe nái Jordan í öðrum af þessum tveimur leikjum Lakers.
Það má búast við að margir fylgist með til að verða vitna af þessari stóru stund fyrir Kobe Bryant sem á enn eftir að vinna einn meistaratitil til að ná titlafjölda Jordan.
Flest stig í sögu NBA-deildarinnar:
1. Kareem Abdul-Jabbar 38387
2. Karl Malone 36928
3. Michael Jordan 32292
4. Kobe Bryant 32262
5. Wilt Chamberlain 31419
6. Shaquille O'Neal 28596
7. Moses Malone 27409
8. Elvin Hayes 27313
9. Dirk Nowitzki 27169
10. Hakeem Olajuwon 26946