Körfubolti

Blokkaði Lebron í nótt og Svíar eru sáttir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Jerebko.
Jonas Jerebko. Vísir/Getty
Sænski NBA-leikmaðurinn Jonas Jerebko og félagar hans í Detroit Pistons fögnuðu flottum sigri á móti Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Einn af hápunktum leiksins að mati sænskra miðla er þegar Jonas Jerebko blokkaði skot frá besta leikmanni heims, Lebron James, í fjórða leikhlutanum en Detroit-liðið var þá komið 27 stigum yfir.

Jonas Jerebko endaði leikinn með 10 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar á rúmum 27 mínútum en þetta var eina blokkið hans. Það er hægt að sjá þetta varða skot hér.

Jonas Jerebko hefur fengið að spila meira í tveimur fyrstu leikjunum eftir að Detroit Pistons lét Josh Smith fara en Pistons-liðið hefur unnið báða leikina.

Jonas Jerebko er með 5,9 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 14,9 mínútum í leik en þessi 27 ára gamli Svíi er að spila sitt fimmta tímabil í NBA-deildinni.

Jerebko hefur spilað með Detroit Pistons frá því að félagið tók hann í nýliðavalinu 2009.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×