Pescara lagði Livorno 2-1 á útivelli í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Pescara.
Pescara hefur nú leikið fimm leiki án taps og náði í 11 stig í leikjunum fimm. Þetta var fyrsta tap Livorno í sex leikjum.
Livorno komst yfir seint í fyrri hálfleik en Pescara jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1.
Riccardo Maniero skoraði bæði mörk Pescara en hann tryggði liðinu sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.
Pescara lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 28 stig þegar deildin er hálfnuð. Livorno er í sjötta sæti með 31 stig.
