Í síðasta mánuði rakst stuðningsmaðurinn, sem heitir Alex, fyrir tilviljun á kærustu Roberts Turbin, leikmanns Seahawks, í Kansas City.
Kærastan vildi fá mynd af sér í Seahawks-blússunni sem Alex var íklæddur og í staðinn fyrir greiðann átti hann að fá að hitta Turbin eftir leik þá um kvöldið.
Ekkert varð úr þeim fundi, en um mánuði seinna fékk Alex sendingu frá Seattle Seahawks og það er óhætt að segja að gleðin og aðrar tilfinningar hafi tekið völd þegar hann opnaði pakkann.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.