Sævar og Helga María eru skíðafólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 11:55 Sævar Birgisson og Helga María Vilhjálmsdótti Vísir/Ernir Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson
Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira