Brúðkaup ársins: Þessi gengu í það heilaga árið 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2014 11:30 Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira