Top Gear hitar upp Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2014 09:46 Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent
Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent