Tónlist

Líklegir lokatónleikar tveggja sveita í kvöld á Gamla Gauknum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Coral kemur fram ásamt Telepathetics og Morðingjunum á Gamla Gauknum í kvöld.
Hljómsveitin Coral kemur fram ásamt Telepathetics og Morðingjunum á Gamla Gauknum í kvöld. mynd/Dennis Stempher
„Þetta gætu alveg verið lokatónleikarnir okkar,“ segir Gunnar Jónsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Coral. Sveitin kemur fram á tónleikum í kvöld ásamt Telepathetics og Morðingjunum en hvorki Coral né Telepathetics hefur komið fram í langan tíma.

„Gítarleikarar Coral og Telepathetics fóru báðir í hljóðverkfræðinám erlendis og fóru þær því báðar í pásu. Nú eru þeir hins vegar á landinu og erum við allir rokkþyrstir og hlökkum mikið til,“ útskýrir Gunnar.

Hljómsveitin Coral var stofnuð árið 2000 og hefur gefið út tvær plötur, seinni platan kom út árið 2011. „Við gátum spilað á útgáfutónleikum og einum tónleikum til viðbótar, en eftir þá rauk Steinar gítarleikari út í nám og við fórum í pásu.“

Gera má ráð fyrir góðri stemningu á þessum nostalgíutónleikum sem fram fara á Gamla Gauknum og hefjast klukkan 22.00.

Nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×