Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 10:00 Róbert Gunnarsson skoraði síðasta markið í dramatískum sigri á Norðmönnum á EM fyrir tveimur árum. Mynd/Vilhelm Það er komið að stóru stundinni og strákanna okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni í fyrsta leik á morgun. Það eru frændur vorir Norðmenn sem hafa reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu árin. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið jafnir en sem betur fer hefur Ísland oftast unnið. Liðin mættust á síðasta EM og þá vann Ísland sætan 34-32 sigur eftir að hafa lent í miklu basli og verið fjórum mörkum undir um tíma í síðari hálfleik. Það má búast við álíka spennu á morgun í leik sem margir stilla upp sem úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram í milliriðil. Það má ýmislegt segja um það en leikurinn er gríðarlega mikilvægur og má helst ekki tapast ef Ísland ætlar sér áfram í keppninni. Þetta er lykilleikur.Þetta er lið framtíðarinnar Norðmenn eru sem fyrr öflugir en þeir eru að byggja upp lið fyrir framtíðina. „Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum. Það þýðir ekki að liðið muni springa út á EM núna en á allra næstu árum á þetta lið að geta staðið í bestu liðunum,“ sagði hinn sænski þjálfari Norðmanna, Robert Hedin, en nokkur pressa er á honum. Strákarnir hans stóðu sig mjög vel á æfingamóti í heimalandinu í byrjun nóvember. Þá unnu Norðmenn glæsilegan sigur á Dönum og töpuðu naumlega fyrir sterkum liðum Króatíu og Frakklands. Ekki gekk eins vel hjá þeim á æfingamóti um síðustu helgi. Þá tapaði liðið með tólf marka mun fyrir Dönum og með sjö mörkum gegn Katar. Þeir sýndu þó í lokaleiknum hvað er spunnið í liðið með því að stríða Frökkum og tapa aðeins með einu marki. Það lyfti liðinu og gaf því sjálfstraust.Verða á heimavelli Norðmenn verða klárlega á heimavelli í þessum leik. Ákveðið var að spila riðilinn í Álaborg svo það væri stutt fyrir Norðmenn að komast á völlinn. Þess utan spila markvörðurinn Ole Erevik og hornamaðurinn Håvard Tvedten með liði Álaborgar í dönsku deildinni. Aðalstjarna norska liðsins, Kristian Kjelling, spilaði með Álaborgarliðinu í fyrra þannig að stuðningur við Norðmenn verður vafalítið mikill í leiknum. Íslendingarnir sem mæta á völlinn verða því heldur betur að láta í sér heyra. „Það er mikil hefð fyrir því hjá Norðmönnum að koma til Álaborgar, skemmta sér og njóta lífsins. Ég vona að þeir komi líka á völlinn til þess að styðja okkur. Vonandi getum við unnið einn leik í riðlinum og komist áfram,“ sagði Hedin en hann veit sem er að þetta er lykilleikur riðilsins fyrir bæði lið. Það er góð blanda í norska liðinu. Reyndir menn í bland við unga og efnilega. Kristian Kjelling er maðurinn sem Norðmenn treysta á. Norðmenn eiga líka fínar örvhentar skyttur eins og Christoffer Rambo. Varnarleikur liðsins er öflugur og Erevik sterkur þar fyrir aftan. Bjarte Myrhol línumaður fer fyrir varnarleiknum og er ávallt hættulegur á línunni þess utan.Verður besti leikmaður heims Eins og áður segir eru margir ungir og spennandi leikmenn að koma upp hjá Norðmönnum. Nægir þar að nefna hinn 21 árs gamla Harald Reinkind og svo 18 ára undrið Sander Sagosen. „Hann spilar eins og leikmaður sem hefur mun meiri reynslu en 18 ára strákur. Hann er frábær miðjumaður sem býr yfir meiri skotógnun en flestir miðjumenn,“ sagði Hedin en hann sparar ekki stóru orðin þegar kemur að þessum efnilega gutta. „Hann á ekki bara eftir að verða besti handboltamaður Noregs. Hann á eftir að verða besti handboltamaður heims.“Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs að stinga af Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira
Það er komið að stóru stundinni og strákanna okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni í fyrsta leik á morgun. Það eru frændur vorir Norðmenn sem hafa reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu árin. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið jafnir en sem betur fer hefur Ísland oftast unnið. Liðin mættust á síðasta EM og þá vann Ísland sætan 34-32 sigur eftir að hafa lent í miklu basli og verið fjórum mörkum undir um tíma í síðari hálfleik. Það má búast við álíka spennu á morgun í leik sem margir stilla upp sem úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram í milliriðil. Það má ýmislegt segja um það en leikurinn er gríðarlega mikilvægur og má helst ekki tapast ef Ísland ætlar sér áfram í keppninni. Þetta er lykilleikur.Þetta er lið framtíðarinnar Norðmenn eru sem fyrr öflugir en þeir eru að byggja upp lið fyrir framtíðina. „Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum. Það þýðir ekki að liðið muni springa út á EM núna en á allra næstu árum á þetta lið að geta staðið í bestu liðunum,“ sagði hinn sænski þjálfari Norðmanna, Robert Hedin, en nokkur pressa er á honum. Strákarnir hans stóðu sig mjög vel á æfingamóti í heimalandinu í byrjun nóvember. Þá unnu Norðmenn glæsilegan sigur á Dönum og töpuðu naumlega fyrir sterkum liðum Króatíu og Frakklands. Ekki gekk eins vel hjá þeim á æfingamóti um síðustu helgi. Þá tapaði liðið með tólf marka mun fyrir Dönum og með sjö mörkum gegn Katar. Þeir sýndu þó í lokaleiknum hvað er spunnið í liðið með því að stríða Frökkum og tapa aðeins með einu marki. Það lyfti liðinu og gaf því sjálfstraust.Verða á heimavelli Norðmenn verða klárlega á heimavelli í þessum leik. Ákveðið var að spila riðilinn í Álaborg svo það væri stutt fyrir Norðmenn að komast á völlinn. Þess utan spila markvörðurinn Ole Erevik og hornamaðurinn Håvard Tvedten með liði Álaborgar í dönsku deildinni. Aðalstjarna norska liðsins, Kristian Kjelling, spilaði með Álaborgarliðinu í fyrra þannig að stuðningur við Norðmenn verður vafalítið mikill í leiknum. Íslendingarnir sem mæta á völlinn verða því heldur betur að láta í sér heyra. „Það er mikil hefð fyrir því hjá Norðmönnum að koma til Álaborgar, skemmta sér og njóta lífsins. Ég vona að þeir komi líka á völlinn til þess að styðja okkur. Vonandi getum við unnið einn leik í riðlinum og komist áfram,“ sagði Hedin en hann veit sem er að þetta er lykilleikur riðilsins fyrir bæði lið. Það er góð blanda í norska liðinu. Reyndir menn í bland við unga og efnilega. Kristian Kjelling er maðurinn sem Norðmenn treysta á. Norðmenn eiga líka fínar örvhentar skyttur eins og Christoffer Rambo. Varnarleikur liðsins er öflugur og Erevik sterkur þar fyrir aftan. Bjarte Myrhol línumaður fer fyrir varnarleiknum og er ávallt hættulegur á línunni þess utan.Verður besti leikmaður heims Eins og áður segir eru margir ungir og spennandi leikmenn að koma upp hjá Norðmönnum. Nægir þar að nefna hinn 21 árs gamla Harald Reinkind og svo 18 ára undrið Sander Sagosen. „Hann spilar eins og leikmaður sem hefur mun meiri reynslu en 18 ára strákur. Hann er frábær miðjumaður sem býr yfir meiri skotógnun en flestir miðjumenn,“ sagði Hedin en hann sparar ekki stóru orðin þegar kemur að þessum efnilega gutta. „Hann á ekki bara eftir að verða besti handboltamaður Noregs. Hann á eftir að verða besti handboltamaður heims.“Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs að stinga af Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira