Rjóma-ránið mikla Þórólfur Matthíasson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun