Staður og stund Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. janúar 2014 10:00 Ég er í háværri rokkhljómsveit. Um daginn ætluðum við félagarnir að frumflytja okkar fyrsta rólega lag á tónleikum. Áhorfendur voru rokkþyrstir og í miklu stuði. Þegar röðin kom að laginu sneri ég mér að trommuleikaranum og stakk upp á því lágum rómi að við geymdum það til betri tíma. Tillaga mín var samþykkt og ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Við frumfluttum svo lagið nokkrum vikum seinna á fámennum en góðmennum tónleikum þar sem því var vel tekið. Eflaust er það umdeilt að listafólk hagi ákvörðunum sínum eftir stemningu og viðtökum fjöldans. En tónleikar eru gagnvirkir og lifandi þó efnið sem flutt er sé fyrirfram ákveðið að mestu. Listamaðurinn þarf því að taka ótal ákvarðanir á staðnum sem hafa áhrif á upplifunina. Auðvitað! Annars væri þetta steindautt og þvingað. Listamaðurinn Björn Bragi tók, að mínu mati og margra, kolranga ákvörðun þegar hann sagði vafasaman og ófyndinn brandara í EM-stofu RÚV í hálfleik Íslendinga og Austurríkismanna á laugardag. Ég segi vafasaman frekar en óafsakanlegan, vegna þess að ég trúi því að við ákveðnar aðstæður væri jafn gróft (eða grófara) grín réttlætanlegt. Aðstæður þar sem Björn getur horft framan í áhorfendur og tekið ákvarðanir út frá viðbrögðum þeirra. Aðstæður þar sem fólk er saman komið til að hlusta á grín og veit að það getur átt von á ýmsu. Í EM-stofunni sér Björn ekki áhorfendur sína. Hann hefði þó sennilega getað sagt sér það sjálfur á laugardaginn að það væru hreinlega allir að horfa, að ummæli af þessu tagi ættu ekki við og gætu haft slæmar afleiðingar fyrir hann, RÚV og jafnvel íslenska landsliðið. Mun verri en afleiðingar þess að flytja ballöðu fyrir öskrandi rokkhunda. Hann þurfti þó ekki að gera mikið til að fá fjölmarga aftur á sitt band. Hann baðst afsökunar og gerði það vel. Ekkert „ég biðst afsökunar ef einhver móðgaðist“-þvaður. Bara einlæg afsökunarbeiðni. Það er fallegt og virðingarvert að geta viðurkennt það þegar maður skítur í skóna sína. Þetta veit Björn og þetta veit Ingó Veðurguð. Þess vegna er það svo skrýtið að margir hinna eldri, vitrari og valdameiri hafi aldrei lært það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Ég er í háværri rokkhljómsveit. Um daginn ætluðum við félagarnir að frumflytja okkar fyrsta rólega lag á tónleikum. Áhorfendur voru rokkþyrstir og í miklu stuði. Þegar röðin kom að laginu sneri ég mér að trommuleikaranum og stakk upp á því lágum rómi að við geymdum það til betri tíma. Tillaga mín var samþykkt og ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Við frumfluttum svo lagið nokkrum vikum seinna á fámennum en góðmennum tónleikum þar sem því var vel tekið. Eflaust er það umdeilt að listafólk hagi ákvörðunum sínum eftir stemningu og viðtökum fjöldans. En tónleikar eru gagnvirkir og lifandi þó efnið sem flutt er sé fyrirfram ákveðið að mestu. Listamaðurinn þarf því að taka ótal ákvarðanir á staðnum sem hafa áhrif á upplifunina. Auðvitað! Annars væri þetta steindautt og þvingað. Listamaðurinn Björn Bragi tók, að mínu mati og margra, kolranga ákvörðun þegar hann sagði vafasaman og ófyndinn brandara í EM-stofu RÚV í hálfleik Íslendinga og Austurríkismanna á laugardag. Ég segi vafasaman frekar en óafsakanlegan, vegna þess að ég trúi því að við ákveðnar aðstæður væri jafn gróft (eða grófara) grín réttlætanlegt. Aðstæður þar sem Björn getur horft framan í áhorfendur og tekið ákvarðanir út frá viðbrögðum þeirra. Aðstæður þar sem fólk er saman komið til að hlusta á grín og veit að það getur átt von á ýmsu. Í EM-stofunni sér Björn ekki áhorfendur sína. Hann hefði þó sennilega getað sagt sér það sjálfur á laugardaginn að það væru hreinlega allir að horfa, að ummæli af þessu tagi ættu ekki við og gætu haft slæmar afleiðingar fyrir hann, RÚV og jafnvel íslenska landsliðið. Mun verri en afleiðingar þess að flytja ballöðu fyrir öskrandi rokkhunda. Hann þurfti þó ekki að gera mikið til að fá fjölmarga aftur á sitt band. Hann baðst afsökunar og gerði það vel. Ekkert „ég biðst afsökunar ef einhver móðgaðist“-þvaður. Bara einlæg afsökunarbeiðni. Það er fallegt og virðingarvert að geta viðurkennt það þegar maður skítur í skóna sína. Þetta veit Björn og þetta veit Ingó Veðurguð. Þess vegna er það svo skrýtið að margir hinna eldri, vitrari og valdameiri hafi aldrei lært það.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun