Atvinnuleit hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 25. janúar 2014 06:00 Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun