Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Virkjað í Kenýa. Erlendir samstarfsaðilar fást ekki til þess að leggja fé í íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma. Af þeim sökum færast verkefni í erlend félög. Nordicphotos/AFP „Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
„Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf