Ást á tímum snjallsíma 1. febrúar 2014 11:00 Verður ástfanginn af stýrikerfi Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í Her. Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit. Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit.
Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira