Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun