Okkur vantar upplýsingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar