Öqvist: Það var frábært að þjálfa þessa stráka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2014 07:00 Peter Öqvist er orðaður við sænska landsliðsþjálfarastarfið Vísir/Stefán „Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
„Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira