Skammtað úr krepptum hnefa Líf Magneudóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því?
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar