Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða.
Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla.



