„Svona er víst fótboltinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 06:00 Yaya Touré hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni til þessa. Vísir/Getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó