Ósk um að sagan endurtaki sig ekki Mikael Torfason skrifar 8. mars 2014 07:00 Bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, hefur fengið verðskuldaða athygli síðustu daga. Í bókinni, sem er sársaukafullt uppgjör Bjargar við æsku sína, erum við aftur minnt á fordóma okkar Íslendinga og hvernig við höfum ekki staðið okkur í að vernda þau okkar sem minnst mega sín. Björg ólst upp í Höfðaborg og það er ekki nóg með að hún hafi þurft að upplifa fordóma samfélagsins og verið sett beint í tossabekk hjá barnaníðingi í Laugarnesskóla heldur upplifði hún drykkju og heimilisofbeldi á heimili sínu og pabbi hennar misnotaði hana. Þetta er auðvitað svo skelfileg saga að við verðum öll að óska þess heitt að hún endurtaki sig aldrei. En því miður er þetta sagan endalausa. Enn fáum við nýjar fréttir þess efnis að ofbeldi gegn börnum sé hvergi nærri horfið úr íslensku samfélagi. Í fyrra var til dæmis lögð fram skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Þar voru raktar ýmsar úrbætur sem gera má í þessum málaflokki og í tilefni útgáfunnar heimsóttu börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þessi börn sögðu reynslu sína af kerfinu okkar vera slæma. Á Íslandi höfum við nefnilega komið okkur upp þeirri hefð að við tökum vel á móti fólki eins og Björgu sem af miklu hugrekki stígur fram og rýfur þögnina. Það er gott því Björg er sönn hetja í hugum okkar allra. Hins vegar skulum við aldrei gleyma því að þegar Björg þurfti hvað mest á okkur að halda settum við hana í tossabekk í umsjá barnaníðings. Auðvitað vissum við sem samfélag ekki alla söguna þá og í dag er þetta slömm sem kallaðist Höfðaborg löngu horfið. En í dag vitum við meira og við vitum fyrir víst að við erum að bregðast börnum sem þurfa svo sárlega á okkar stuðningi að halda. Aðeins brotabrot af þeim kynferðisbrotamálum sem send eru til lögreglu og rannsökuð leiða til ákæru. Og í þeim fáu málum sem kært er í eru margfalt meiri líkur á sýknudómi en í öðrum brotaflokkum. Við eigum enn erfitt með að trúa því að einhver fremji svo viðbjóðslegan glæp að misnota barn. Það er hins vegar staðreynd að slíkt fólk er til og það getur verið indælisfólk eins og Björg lýsir svo vel í bók sinni. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir hún líka frá því af miklu æðruleysi þegar þær systur ákváðu að vera heiðarlegar við prestinn sem þær fengu til að jarða pabba sinn og þær spurðu: „Hvernig jarðar maður barnaníðing?“ En hvernig stöðvum við þessi ódæði? Við gerum það ekki með þögn heldur með því að rjúfa þögnina líkt og Björg. Við verðum að horfast í augu við sögu okkar og gera okkar besta til þess að eftir þrjátíu og fjörtíu ár komi ekki út fleiri bækur sem rjúfa þögnina um það hvernig við brugðumst börnum árið 2014. Þetta hefur verið sagt áður. Vegna þess að margt bendir til þess að bækur á borð við Hljóðin í nóttinni verði líka gefnar út árið 2044. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, hefur fengið verðskuldaða athygli síðustu daga. Í bókinni, sem er sársaukafullt uppgjör Bjargar við æsku sína, erum við aftur minnt á fordóma okkar Íslendinga og hvernig við höfum ekki staðið okkur í að vernda þau okkar sem minnst mega sín. Björg ólst upp í Höfðaborg og það er ekki nóg með að hún hafi þurft að upplifa fordóma samfélagsins og verið sett beint í tossabekk hjá barnaníðingi í Laugarnesskóla heldur upplifði hún drykkju og heimilisofbeldi á heimili sínu og pabbi hennar misnotaði hana. Þetta er auðvitað svo skelfileg saga að við verðum öll að óska þess heitt að hún endurtaki sig aldrei. En því miður er þetta sagan endalausa. Enn fáum við nýjar fréttir þess efnis að ofbeldi gegn börnum sé hvergi nærri horfið úr íslensku samfélagi. Í fyrra var til dæmis lögð fram skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Þar voru raktar ýmsar úrbætur sem gera má í þessum málaflokki og í tilefni útgáfunnar heimsóttu börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þessi börn sögðu reynslu sína af kerfinu okkar vera slæma. Á Íslandi höfum við nefnilega komið okkur upp þeirri hefð að við tökum vel á móti fólki eins og Björgu sem af miklu hugrekki stígur fram og rýfur þögnina. Það er gott því Björg er sönn hetja í hugum okkar allra. Hins vegar skulum við aldrei gleyma því að þegar Björg þurfti hvað mest á okkur að halda settum við hana í tossabekk í umsjá barnaníðings. Auðvitað vissum við sem samfélag ekki alla söguna þá og í dag er þetta slömm sem kallaðist Höfðaborg löngu horfið. En í dag vitum við meira og við vitum fyrir víst að við erum að bregðast börnum sem þurfa svo sárlega á okkar stuðningi að halda. Aðeins brotabrot af þeim kynferðisbrotamálum sem send eru til lögreglu og rannsökuð leiða til ákæru. Og í þeim fáu málum sem kært er í eru margfalt meiri líkur á sýknudómi en í öðrum brotaflokkum. Við eigum enn erfitt með að trúa því að einhver fremji svo viðbjóðslegan glæp að misnota barn. Það er hins vegar staðreynd að slíkt fólk er til og það getur verið indælisfólk eins og Björg lýsir svo vel í bók sinni. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir hún líka frá því af miklu æðruleysi þegar þær systur ákváðu að vera heiðarlegar við prestinn sem þær fengu til að jarða pabba sinn og þær spurðu: „Hvernig jarðar maður barnaníðing?“ En hvernig stöðvum við þessi ódæði? Við gerum það ekki með þögn heldur með því að rjúfa þögnina líkt og Björg. Við verðum að horfast í augu við sögu okkar og gera okkar besta til þess að eftir þrjátíu og fjörtíu ár komi ekki út fleiri bækur sem rjúfa þögnina um það hvernig við brugðumst börnum árið 2014. Þetta hefur verið sagt áður. Vegna þess að margt bendir til þess að bækur á borð við Hljóðin í nóttinni verði líka gefnar út árið 2044. Því miður.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun