Hljómsveitin er að undirbúa stórt og mikið atriði þar sem þeir verða ekki bara fjórir á sviðinu eins og vanalega.
Sveitin er tilnefnd til fjölda verðlauna þetta kvöld eins og plata ársins, lag ársins, flytjandi ársins, myndband ársins og nýliði ársins.
Einnig er Jökull Júlíusson tilnefndur sem söngvari ársins og getur því kvöldið orðið stórt hjá sveitinni sem fyrst vakti athygli á Músíktilraunum í fyrra.