Til eru leiðir til að gera skólastarfið nútímalegra og um leið skapa svigrúm fyrir aukna kauphækkun til kennara, sem ekki veitir af. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur þingmanns í gær.
Katrín spurði Illuga hvort hann teldi kennara hafa setið eftir í launaþróun og lýsti yfir áhyggjum af því að til verkfalls framhaldsskólakennara gæti komið í næstu viku, sem Illugi tók undir.
