Hvað kosta höftin? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun