Tugir þúsunda stuðningsmanna Hamas-samtakanna komu saman í miðborg Gaza í gær til að sýna styrk sinn. Samtökin eru í fjárkröggum um þessar mundir, þeim verstu síðan þau komust til valda á svæðinu fyrir sjö árum.
Leiðtogar Hamas lögðu í gær mikla áherslu á að samtökin legðust alfarið gegn friði í Mið-Austurlöndum og séu tilbúin í stríð gegn Ísrael hvenær sem er.
„Andspyrnuhreyfingin er sterkari en þið haldið,“ sagði forsætisráðherra Hamas á samkomunni.
