Úr fjötrum fjarkanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda „fjórflokkinn“. „The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth. Ég paraði þetta saman að gamni: Samfylkingin = Metallica Höfðar til margra en fer í taugarnar á öðrum fyrir miðjumoð. Til í að vinna með öllum. Samfylkingin fékk slaka kosningu í fyrra og síðasta plata Metallica seldist ekkert sérlega vel. Sjálfstæðisflokkurinn = Slayer Fyrirsjáanlegt en nýtur virðingar. Davíð Oddsson var eins konar Jeff Hanneman flokksins og dyggir stuðningsmenn sakna hans sárt. Davíð var hins vegar ekki bitinn af eitraðri könguló og er enn í fullu fjöri. Vinstri grænir = Megadeth Frábærir sprettir í gamla daga. Alltaf í skugga stóra bróður. Ögmundur gekk á hurð, varð skrýtinn og VG tapaði fylgi. Dave Mustaine hætti að drekka, varð ofsatrúarklikkhaus og Megadeth glataði aðdáendum. Framsóknarflokkurinn = Anthrax Enginn veit hverjir kjósa Framsóknarflokkinn og enn síður hverjir kaupa plötur Anthrax. Enda ekki eitthvað sem eðlilegt fólk viðurkennir opinberlega. Stuðningsmenn oftar en ekki smekkleysingjar í lummó fötum. Ekkert af þessu á erindi við nútímann. Af og til örlar á smá hugsjón og ástríðu, en við sem kjósum þessa flokka og kaupum þessar plötur erum sjálfviljug að láta svína á okkur. Þetta fólk hefur ekkert nýtt fram að færa og því hlýtur að vera kominn tími á eitthvað annað. Og ekki flokk sem er eiginlega alveg eins og Samfylkingin eða hljómsveit sem kóperar Slayer. Það er samt svo merkilegt þetta með Framsókn og Anthrax. Við vorum svo nálægt því að losna við bæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda „fjórflokkinn“. „The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth. Ég paraði þetta saman að gamni: Samfylkingin = Metallica Höfðar til margra en fer í taugarnar á öðrum fyrir miðjumoð. Til í að vinna með öllum. Samfylkingin fékk slaka kosningu í fyrra og síðasta plata Metallica seldist ekkert sérlega vel. Sjálfstæðisflokkurinn = Slayer Fyrirsjáanlegt en nýtur virðingar. Davíð Oddsson var eins konar Jeff Hanneman flokksins og dyggir stuðningsmenn sakna hans sárt. Davíð var hins vegar ekki bitinn af eitraðri könguló og er enn í fullu fjöri. Vinstri grænir = Megadeth Frábærir sprettir í gamla daga. Alltaf í skugga stóra bróður. Ögmundur gekk á hurð, varð skrýtinn og VG tapaði fylgi. Dave Mustaine hætti að drekka, varð ofsatrúarklikkhaus og Megadeth glataði aðdáendum. Framsóknarflokkurinn = Anthrax Enginn veit hverjir kjósa Framsóknarflokkinn og enn síður hverjir kaupa plötur Anthrax. Enda ekki eitthvað sem eðlilegt fólk viðurkennir opinberlega. Stuðningsmenn oftar en ekki smekkleysingjar í lummó fötum. Ekkert af þessu á erindi við nútímann. Af og til örlar á smá hugsjón og ástríðu, en við sem kjósum þessa flokka og kaupum þessar plötur erum sjálfviljug að láta svína á okkur. Þetta fólk hefur ekkert nýtt fram að færa og því hlýtur að vera kominn tími á eitthvað annað. Og ekki flokk sem er eiginlega alveg eins og Samfylkingin eða hljómsveit sem kóperar Slayer. Það er samt svo merkilegt þetta með Framsókn og Anthrax. Við vorum svo nálægt því að losna við bæði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun