Pólítíkin: Aukið gegnsæi dregur úr spillingu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. mars 2014 08:30 Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira