OR á réttri leið! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar