Skólarnir slógust um Rannveigu Baldvin Þormóðsson skrifar 28. apríl 2014 12:00 Rannveig Marta Sarc er hæfileikarík tónlistarkona sem lifir fyrir tónlistina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær. Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær.
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”