Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Andri Ólafsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp störfum vegna málsins. Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira