Sjávarútvegur hverra? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar