Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 08:45 Málaferli og deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið í 45 ár og virðast engan enda ætla að taka. Fréttablaðið/Valli Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira