Ert þú flugvallarvinur? Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:00 Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar