Skipulag eða skipulagsleysi? Þóra Andrésdóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun