Skipulag eða skipulagsleysi? Þóra Andrésdóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun