Traust fjármálastjórn, grunnur framtíðar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun