Uppbygging og verndun Sigurður Ingi Jóhannsson og umhverfisráðherra skrifa 26. maí 2014 07:00 Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun