Negri ferðast um Langanes 27. maí 2014 10:00 Frændi minn sem nú er að nálgast miðjan aldur var barn að aldri þegar Louis Armstrong heimsótti land og þjóð fyrir tæplega hálfri öld. Hann var í fylgd með foreldrum sínum og þau voru svo heppin að komast í návígi við stórstjörnuna í mannþrönginni fyrir tónleikana. Louis veitti stráknum athygli og kjáði vinsamlega framan í hann og ávarpaði hann með hrjúfu og ljúfu röddinni sem heimsbyggðin hafði fallið fyrir. Barnið fór auðvitað að hágráta – enda hafði hann aldrei séð svartan mann, hvað þá orðið vitni að svona rödd. Áratug eða tveimur síðar var fyrirsögn í dagblaði sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Negri ferðast um Langanes.“ Það var stórfrétt. Ég held að hvorugt, viðbrögð barnsins við kjassi stórstjörnunnar né fréttin í blaðinu, hafi haft nokkurn skapaðan hlut með rasisma að gera. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð við því óvenjulega í einsleitu samfélagi, sem var afar einangrað. Alveg eins og börn í afrískum þorpum fara gjarnan að gráta þegar hvítt fólk kjáir vinsamlega framan í þau. Kornabörn eru ekki rasistar. Nú er öldin önnur. Langflestir Íslendingar hafa hitt fólk af öllu mögulegu þjóðerni, enda býr hér fólk af öllu mögulegu þjóðerni. Flestir hafa ferðast um lönd og álfur og margir búið í útlöndum, ekki bara oddvitar stjórnmálaflokka. Svo er Ísland í alfaraleið og meira að segja lifir á því að fá til sín gesti. Þess vegna verður að gera þá kröfu að upplýst fólk hætti að draga fólk í dilka á grundvelli uppruna, trúarbragða, nú eða kynhneigðar. Það á að vera grundvallarregla í siðuðu samfélagi. Vitaskuld er misjafn sauður í mörgu fé. Það á við alls staðar – meðal kristinna, múslima, búddista, hindúa og trúlausra – hvítra, svartra, gulra og brúnna. Þrátt fyrir að Múhameð sé eitt algengasta skírnarnafn ungra drengja í nálægum löndum hefur glæpum fækkað – öfugt við það, sem örfáir háværir kreddukarlar – og -kerlingar – halda fram. Við kjósum ekki slíka þverhausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Frændi minn sem nú er að nálgast miðjan aldur var barn að aldri þegar Louis Armstrong heimsótti land og þjóð fyrir tæplega hálfri öld. Hann var í fylgd með foreldrum sínum og þau voru svo heppin að komast í návígi við stórstjörnuna í mannþrönginni fyrir tónleikana. Louis veitti stráknum athygli og kjáði vinsamlega framan í hann og ávarpaði hann með hrjúfu og ljúfu röddinni sem heimsbyggðin hafði fallið fyrir. Barnið fór auðvitað að hágráta – enda hafði hann aldrei séð svartan mann, hvað þá orðið vitni að svona rödd. Áratug eða tveimur síðar var fyrirsögn í dagblaði sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Negri ferðast um Langanes.“ Það var stórfrétt. Ég held að hvorugt, viðbrögð barnsins við kjassi stórstjörnunnar né fréttin í blaðinu, hafi haft nokkurn skapaðan hlut með rasisma að gera. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð við því óvenjulega í einsleitu samfélagi, sem var afar einangrað. Alveg eins og börn í afrískum þorpum fara gjarnan að gráta þegar hvítt fólk kjáir vinsamlega framan í þau. Kornabörn eru ekki rasistar. Nú er öldin önnur. Langflestir Íslendingar hafa hitt fólk af öllu mögulegu þjóðerni, enda býr hér fólk af öllu mögulegu þjóðerni. Flestir hafa ferðast um lönd og álfur og margir búið í útlöndum, ekki bara oddvitar stjórnmálaflokka. Svo er Ísland í alfaraleið og meira að segja lifir á því að fá til sín gesti. Þess vegna verður að gera þá kröfu að upplýst fólk hætti að draga fólk í dilka á grundvelli uppruna, trúarbragða, nú eða kynhneigðar. Það á að vera grundvallarregla í siðuðu samfélagi. Vitaskuld er misjafn sauður í mörgu fé. Það á við alls staðar – meðal kristinna, múslima, búddista, hindúa og trúlausra – hvítra, svartra, gulra og brúnna. Þrátt fyrir að Múhameð sé eitt algengasta skírnarnafn ungra drengja í nálægum löndum hefur glæpum fækkað – öfugt við það, sem örfáir háværir kreddukarlar – og -kerlingar – halda fram. Við kjósum ekki slíka þverhausa.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun