Neyðarakstur og þrenging gatna Björn Gíslason skrifar 28. maí 2014 08:45 Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Björn Gíslason Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun