Sporin hræða Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari skrifar 29. maí 2014 07:00 Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun