Endurvinnsla borgar sig Guðríður Ester Geirsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar