Gerum skófatnað gjaldfrjálsan Guðmundur Edgarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun