Hvatning til Mosfellinga Bjarki Bjarnason og Ólafur Gunnarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Þann 31. maí ganga landsmenn til kosninga og velja það fólk og framboð sem þeir treysta best til að stýra sveitarfélagi sínu á komandi kjörtímabili. Í Mosfellsbæ eru sex listar í framboði, þar á meðal listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann er skipaður öflugu fólki sem byggir á sterkum málefnagrunni; við höfum gefið út vandaða stefnuskrá sem má meðal annars lesa á heimasíðunni www.vgmos.is. Síðastliðin átta ár hefur VG látið mikið að sér kveða í bæjarmálunum í Mosfellsbæ og starfað í meirihluta með D-lista. Vinstri-græn og sjálfstæðismenn hafa auðvitað ekki alltaf verið sammála um einstök mál en ævinlega komist að sameiginlegri niðurstöðu eftir hreinskiptna umræðu. Mosfellsbær hefur farið í stefnumótunarvinnu á einstökum sviðum og á margvíslegan hátt haft samráð við íbúana um þá vinnu. Fráfarandi oddviti VG, Karl Tómasson, hefur einstaka hæfileika í samningslipurð og mannlegum samskiptum og í þeim anda munum við starfa áfram, hljótum við til þess stuðning frá bæjarbúum. Skoðanakönnun Morgunblaðsins, sem birtist þann 17. maí sl., bendir til þess að V-listi fái einn mann kjörinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. En hér var um að ræða könnun en ekki kosningar og reynslan hefur kennt okkur að ekkert sé fast í hendi í þessum efnum fyrr en úrslitin liggja á borðinu. Við teljum það afar mikilvægt að rödd VG fái að heyrast kröftuglega á komandi kjörtímabili. Þess vegna hvetjum við Mosfellinga til að tryggja V-lista brautargengi í kosningunum þann 31. maí. Sérhvert atkvæði skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. maí ganga landsmenn til kosninga og velja það fólk og framboð sem þeir treysta best til að stýra sveitarfélagi sínu á komandi kjörtímabili. Í Mosfellsbæ eru sex listar í framboði, þar á meðal listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann er skipaður öflugu fólki sem byggir á sterkum málefnagrunni; við höfum gefið út vandaða stefnuskrá sem má meðal annars lesa á heimasíðunni www.vgmos.is. Síðastliðin átta ár hefur VG látið mikið að sér kveða í bæjarmálunum í Mosfellsbæ og starfað í meirihluta með D-lista. Vinstri-græn og sjálfstæðismenn hafa auðvitað ekki alltaf verið sammála um einstök mál en ævinlega komist að sameiginlegri niðurstöðu eftir hreinskiptna umræðu. Mosfellsbær hefur farið í stefnumótunarvinnu á einstökum sviðum og á margvíslegan hátt haft samráð við íbúana um þá vinnu. Fráfarandi oddviti VG, Karl Tómasson, hefur einstaka hæfileika í samningslipurð og mannlegum samskiptum og í þeim anda munum við starfa áfram, hljótum við til þess stuðning frá bæjarbúum. Skoðanakönnun Morgunblaðsins, sem birtist þann 17. maí sl., bendir til þess að V-listi fái einn mann kjörinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. En hér var um að ræða könnun en ekki kosningar og reynslan hefur kennt okkur að ekkert sé fast í hendi í þessum efnum fyrr en úrslitin liggja á borðinu. Við teljum það afar mikilvægt að rödd VG fái að heyrast kröftuglega á komandi kjörtímabili. Þess vegna hvetjum við Mosfellinga til að tryggja V-lista brautargengi í kosningunum þann 31. maí. Sérhvert atkvæði skiptir máli!
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar